En þú veist samt ástæðuna fyrir því að þeir völdu Guantanamo fyrir staðsetningu á fangelsi. Ef þeir hefðu haft stöðina í BNA hefðu fangarnir þurft að fara fyrir dóm.
Rétt er að fangarnir þurfa ekki að fara fyrir dóm.Sjálfur hef ég ekki heyrt sérstakt orð yfir það sem þeir flokkast undir, það er ekki beint hægt að kalla þá stríðsfanga né venjulega glæpamenn, eina sem er hægt að segja um þá er að þetta eru einhverjir hættulegustu menn sem hægt er að finna, svo mér þykir það rétt að halda þeim þarna. Staðirnir þar sem þeir frömdu glæpina sína eru flestir í Afghanistan, og hugsanlega eru einhverjir í Írak.
Eins og þú veist líklega eru þetta ekki tveir öruggustu staðir í heiminum, svo það er erfitt að gera rannsókn á málum þeirra þar, sem þýðir það að það er erfitt að dæma þá fljótt, miklar líkur eru á því að í Guantanamo sé haldið einhverjum hættulegustu mönnum heimsins, eins og stendur fyrr í textanum, svo það er ekki sniðugt að sleppa þeim vegna þess að það er erfitt að dæma þá. Þetta er afar flókið mál, og það verður að huga að öllum hliðum þess, fyrst og fremst hlið saklausu borgaranna og hermannanna sem eru að berjast fyrir hönd okkar. Þessir menn voru ekki handteknir af ástæðulausu.
Mér sýnist ég vera kominn svolítið út fyrir efni tilvitnarinnar, en ég varð að koma þessu frá mér til þess að hægt sé að sjá heildarmyndina aðeins betur.
En mér er samt spurn. Það er viðtekið út yfir nærri alla Evrópu og í frjálslyndari ríkjum BNA að á Guantanamo fari fram pyntingar. Ef svo er ekki, afhverju sýna BNA menn ekki fram á það með því að hleypa inn óháðum aðilum frá mannréttindasamtökum til að skoða staðinn og taka af allan efa?
Þær ásakanir sem ég hef heyrt hafa aðeins verið byggðar á orðrómum, og hafa verið teknar sem staðreyndir af of mörgum.
Flest mannréttindasamtök, ef ekki öll, hallast að ákveðinni stjórnmálaskoðun s.s. Amnesty Intl., Rauði krossinn o.fl, t.d. ACLU (sem var stofnað til þess að vernda málfrelsi Bandaríkjamanna en hafa að mínu mati farið út í ásakanir of ofsóknir í alþjóðlegum mannréttindamálum þó þetta gæti verið nokkuð harkalega orðað).
Það væri erfitt að finna einhvern hlutlausan til að fara á staðinn og gera rannsókn á stöðu mála Guantanamo. T.d. Ef fangi er með marbletti væru líklega niðurstöðurnar einhvern vegin svona án frekari rannsókna; Vinstri sinnaðir: Þessi fangi hefur greinilega verið pyntur svo það ætti að loka þessari stofnun. Hægri sinnaðir: Þessi fangi hefur slasað sig, og það er allt í fínasta hérna.
Það mætti segja að það sé ómögulegt að fá rétt svar frá rannsóknum þeirra stofnana sem hafa boðið sig fram til að framkvæma þær, m.a. vegna þess að þær stofnanir hafa sett það fram sem staðreynd að pyntingar hafi farið fram þar án þess að hafa gert rannsóknir á því.
Ég hef séð og lesið viðtöl við fangaverði sem vinna á Guantanamo og Þeir sögðu allir að fangarnir létu mjög illa, og væru oft að ráðast á sig.
Segjum sem svo að fanginn Ali ráðist á fangavörðinn John. John lemur þá Ali af sér með kylfunni sinni, svo Ali handleggsbrotnar og fær sár á höfuðið. Daginn eftir kemur Amnesty Int. að gera rannsókn. John segir sína sögu, en Ali segist hafa verið pyntur. Amnesty Intl. myndi e.t.v. lýsa því yfir að pyntingar hafi farið fram. Það myndi valda miklum pólítískum þrýstingi frá flestum löndum heims um það að Bandaríkin ættu að loka Guantanamo. Fangarnir fengju að fara heim þegar stofnuninni væri lokað og flestir færu aftur að berjast við vestrænar þjóðir.
Segjum sem svo að þú værir að framkvæma þessa rannsókn, og myndir koma að Ali með brotna hendi og gat á hausi, hvað myndir þú halda?
Þó að þessi saga sé nú ekki sönn eru ágætis líkur á því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast ef mannréttindastofnun yrði leyft að gera rannsókn á Guantanamo.
Ef tekið er tillit til þess haturs og ásakana sem hafa verið gerðar gegn Bandaríkjunum á síðustu árum þykir mér það mjög skiljanlegt að Bandaríkin skyldu ekki hleypa mörgum inn í Guantanamo.
Ég styð ennþá rannsókn á Guantanamo, en það er því miður enginn sem ég veit um sem er hæfur til þess að gera rannsókn af því tagi.
"Þetta þykir mér [ekki] mjög sannfærandi punktur.“
Biðst afsökunnar á því að ég gleymdi að skrifa orðið ”ekki" þarna.