Ég held að það fari nú ekki framhjá mörgum að greinar á deiglunni fá alltaf lang flest svör. Þetta er útaf því að það er alltaf lang mesta rifrildið á deiglunni og til þess að sanna það get ég komið með ansi skemmtilega niðurstöðu sem ég var að leika mér að komast að. Greinin “Trú” sem að var send inn fyrir svona 3 vikum held ég fékk heil 400 álit.
Ég fór aðeins í gegnum hana og sá að greinin sjálf fékk ekki nema 29 svör en öll hin 371 álitin eru svör við öðrum svörum. Svarið er semsagt að það var rifist mikið þá!!
En það sem að hefur verið á heitum umræðum á forsíðunni hefur svona yfirleitt verið annaðhvort einhverjir bullkorkar á forsíðunni eða greinar á deiglunni þannig að það er gott að það sé ekki bara eitthvað bull sem er það vinsælasta.
Ég vona að ykkur hefur fundist þessi lestur skemmtilegur og haldið endilega áfram að rífast útaf einhverjum dægurmála greinum hér á deiglunni.
Kv. StingerS