Klám má vera til. Mín vegna má það vera til. En það má bara ekki verið opið öllum. Klám á ekki að liggja óvarið á netinu þar sem 9 ára gutti getur náð í það og með tímanum brenglast. Klám má vera til í blöðum þar sem maður þarf að kaupa það og klám má vera á spólum. STrákarnir eru að fá þetta á netinu. Þeir fá þetta ekki fyrst í gegnum raunveruleikann, blöð eða bíómyndir, heldur í gegnum netið þar sem þetta er og poppar upp óboðið.
Ég bara því miður get ekki trúað því að krakkar geti orðið brenglaðir af því að sjá klám “fyrir aldur”. Það er kannski ekki æskilegt, en hin slæmu áhrif eru stórlega ýkt að mínu mati.
En við erum auðvitað bara komin út í öfga þegar það er verið að tala um að kynþokkafullar Hollywood stjörnur séu að “eyðileggja” börnin okkar. Það er fyrst og fremst uppteknir foreldrar sem að nenna ekki að ala upp börnin sín, sem er vandamál ungu kynslóðarinar í dag. Og foreldrarnir elska að geta bent á einhvern annan í þeim málum, auðveldast er að benda á fræga manneskju eða fyrirtæki.
Fyrst að Britney er að selja tónlist sína út af röddinni… af hverju þarf hún að sýna líkama sinn? Norah þarf ekkert að vera að selja líkama sinn eða búa sér til einhverja ímynd því að hún hefur þetta. Náttúrulegan talent (spilar sjálf á hljóðfærið… meira en sumir…) og það er nóg. Það er nóg fyrir hana að setjast við píanó og syngja lög sem hún hefur samið, fólk kaupir plötuna út af því. Út af því að hún er ekkert að sýna sig eins og hálfviti.
Þetta er náttúrulega ekkert annað en fáfræði á bransanum hjá þér. Hvort sem það sé Britney, Eminem, Norah Jones eða Celine Dion. Þá eru allir í þessum bransa að fylgja vissum stíl og markaðssetningu. Avril Lavigne er t.d. með þá markaðssetningu að vera andstæða við Britney.
Þú mátt mín vegna halda að það sé að “sýna sig eins og hálfviti”. En ég tel ekkert vera að því. Af hverju ekki að sýna þennan ótrúlega fallega líkama ?
Mannkynið hefur alla tíð blandað fegurð og kynþokka saman við menningu. Margir eiga bara erfitt með að fíla það (eða viðurkenna að þeir fíli það) vegna öfgakennda feminista-stefnu nútímans. Stelpur blotna yfir Nsync myndböndum á sama tíma og þær tala um Britney Spears sem djöfulin fyrir að sýna á sér magann í myndböndum.
En þú svaraðir mér ekki beint. Seldust 60 milljónir geisladiska út af lögunum á plötunni, eða var það cover-myndin sem að seldi þær ?
það er ekki myndin, líkaminn eða hvað sem þúkallar þetta sem er rétt eða röng. Heldur ímyndin sem er búin til á bak við þetta. Markaðsetningin sem er svo grimm þar sem verið er að ráðast á unga krakka, sýna þeim hvernig þessi kona lítur út og það er ekki sjéns að einhver annar líti svona út´i heiminum, en gefur þeim samt þá löngun að vera svona. Það er það sem er rangt við þetta, það er markaðsetningin.
Núna ertu náttúrulega að ýkja þetta rosalega. Þú kemur með fullt af staðhæfingum án þess að útskýra þær.
Hvernig er verið að segja ungum stelpum að þær eigi að vera eins og Britney Spears ? Af hverju er eitthvað frekar verið að segja það en með t.d. Noruh Jones ?
Eina sem fyrirtækin koma með er “efnið”, svo er það unga fólkið sem að sér um afganginn. Það er aldrei beint sagt þeim að þau eigi að vera svona. Jafnvel þó það sé notuð fegurð listamannanna sem hluti af “pakkanum”. Þá er þar með ekki hægt að segja að það sé verið að senda út þau skilaboð að allir eigi að vera þannig. Síðan er það langt frá því að vera þannig að markaðurinn ákveður eitthvað visst og allir fylgja eftir, og er það öfugt. Eða almenningur tekur upp á því að fíla eitthvað fyrst, og svo sér markaðurinn um að selja það sem fólkið vill fá. Þetta á bæði við um klámmyndir og tónlistarmyndbönd. Það hefur oft verið kennt klámmyndum um “ósiðlegt kynlíf” þó það sé oft kynlíf sem fólk var byrjað að stunda fyrir tíma þessarra mynda.
Er akki alveg eins hægt að segja að Britney Spears sé bara að fylgja því hvernig samfélagið er ? Frekar en það að hún sé að móta samfélagið í eitthvað annað ? Fólk hefur kennt Britney Spears um að ungar stelpur stundi kynlíf, og að þær gangi í G-strengum. Samt hefur Britney aldrei sést stunda kynlíf eða í g-streng, og hefur aldrei hvatt unga fólkið til þess.
Fólk verður líka að passa sig á því að dæma ekki fljótt. Eina sem kemur frá Britney Spears er “efnið”, og unga fólkið notar það svo eins og því sýnist. Sumir fara út í öfga með það, líklega vegna vanrækslu foreldra.
Ef þú myndir afla þér upplýsingar um Britney í stað þess að fordæma hana. Þá myndir þú komast að því að hún hefur alltaf hvatt aðdáendur sína til þess að hafa eigin stíl og persónuleika, og ekki að fara í sömu fótspor og hún. Hún hefur lýst andstöðu sinni á því að ungar stelpur séu að mæta á tónleika klædd eins og hún.
Vandamálið er ekki Britney Spears. Vandamálið er að foreldrar hafa ekki tíma fyrir börnin sín. Foreldrar eru ekki að útskýra fyrir börnunum sínum að þetta sé hluti af “sýningunni”, og að fræga fólkið gengur ekki í svona fötum þegar það fer út í búð að versla.
Heimurinn hefur aldrei verið góður. Fyrir 20 árum var heimurinn siðmenntaðri, kurteisari og fágaðri en núna. Manni blöskrar við ókurteisinni sem geislar af landanum og ég þarf oft að skamma fólk sem ber fram óviðeignadi spurningar sem særa hreinlega fólk út af því að það veit ekki betur… sem er slæmt.
Heimurinn var alls ekki betri fyrir 20 árum. Já það var kannski margt sem var jákvæðra á þeim tíma, en líka margt sem var verra. En trúðu mér það var líka verið að nauðga fólki út og suður þá. Samfélagið var bara svo “siðmenntað” að það var engin umræða um það.
Meiri umræða og auðveldara að tilkynna? 9/10 eða 8/10 sem verða fyrir nauðgun kæra ekki. Þær tilkynna það ekki. Vinkonu minni var nauðgað fyrir stuttu. Hvað getur hún sagt? Farið upp á lögreglu stöð með kæru og sagt: ég ætla að kæra þennan mann, takk.
Hver trúir henni? Bíddu… hvaða sannanir hefur hún? Hann notaði smokk og engin líkamleg meiðsli eru á henni… Hverjar eru líkurnar á að einhver geti sannað eitthvað á hendur honum? Umræðan er opnari, við vitum hvað þetta er og við vitum að þetta er ekki ílagi. En það er samt ekkert hægt að sanna. Eini munurinn núna er að konan/stelpan verðr ekki brennd á báli eins og fyrir nokkrum öldum…
Ég vona allavega að þú sért ekki að segja að það eigi að vera nóg að kæra og svo er maðurinn dæmdur aðeins fyrir orð á móti orði. Skiljanlega er það ekki gert.
En já það er mikið skárra að búa í samfélagi þar sem það er talið vera í lagi að tilkynna nauðgun. Þú talar um “eina muninn”, þetta er nú rosalega mikill munur. Vilt þú að það verði brennt vinkonu þína á báli ?
Annars þá er ekki aðeins nauðgað konum/stúlkum. Þó þær séu í meirihluta þá má ekki gleyma því að karlar eru líka fórnarlömb.
Ég hef verið misnotaður og kærði ekki vegna þess að ég vissi að ég hafði engar sannanir. En það er samt gott að fara í viðtal og koma nafni einstaklingsins á skrá (þar að segja ef maður veit nafnið). Það er auðveldara að dæma mann fyrir nauðgun ef að einhver hefur áður tilkynnt hann fyrir nauðgun.