SUS stendur fyrir sýningu á myndinni Farenhype 9/11 sem er einhverskonar mótsvar við mynd Michale Moores.

Hvet ég alla til að mæta og sjá “hina” hliðina á málinu.

———————-

Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir sýningu á myndinni Fahrenhype 9/11 miðvikudagskvöldið 9. febrúar. Myndin verður sýnd kl. 19.30 í sal 3 í Háskólabíó, aðgangur er ókeypis.

Kvikmyndin Farenheit 9/11 hefur notið geysimikilla vinsælda og mótað skoðanir margra á stríðinu í Írak. Þeir sem hafa séð Farenheit 9/11 spyrja sig hvort hún varpi raunverulegu ljósi á stríðið í Írak. Í Farenhype 9/11 er skýrt frá því hvernig Michael Moore fór fram með hálfsannleik og ósannsögli í umfjöllum um stríðið í myndinni Farenheit 9/11.

Rætt er við marga sem komu fram í mynd Moore sem og marga áhrifamikla þátttakendur í bandarískum stjórnmálum. Helsta má nefna Zell Miller, fyrrv. öldungardeildarþingmann demókrata frá Georgíufylki, Edward I. Koch, fyrrv. borgarstjóra í New York, David Frum, fyrrverandi ráðgjafa G.W. Bush og Dick Morris fyrrv. ráðgjafa Bill Clinton.

Heimasíðu myndarinnar má nálgast á slóðinni www.fahrenhype911.com þar sem hægt er að sjá stuttan “trailer” úr myndinni.

Myndin er rúmlega 70 mínútur

Allir velkomnir

-sus.is