Ég er ekki að tala um spillinguna sem að tengist SÞ. Ég er bara að segja að sú staðreynd að þessi lönd voru ein af aðal viðskiptalöndum Íraks, hlýtur að hafa vegið mikið í því að þessar þjóðir voru á móti frelsun Íraks.
Er ekki líklegra að þessi lönd myndi ná betri viðskiptum við lýðsræðisleg stjórnvöld sem eru vinveitt vesturlöndum heldur en Saddam Hussein?
Stjórnmálamenn hugsa í peningum og ef þessi aðgerð mun takast mun það verða ábatasamt(í peningum) fyrir Vesturlönd, þar á meðal Þýskaland og Frakkland.
Ekki gleyma því að stjórnvöld í miðausturlöndum og almenningur er ekki nálægt því að vera það sama. það er í raun ekkert sem bendir til þess að meirihluti miðausturlandabúa séu á móti innrásinni. Eins og bara í heiminum almennt, þá eru skiptar skoðanir hjá múslimum. Svo auðvitað þeir sem að eru ekki vissir og bara hlutlausir.
Eins ob Bush segir, sagan mun dæma þetta stríð sem réttlát. Og ég tel að meirihluti múslima muni trúa þessari sögu.
Einmitt núna er já óstöðuleiki. En Bandaríkjamenn munu koma á lýðræði í Írak, þeir munu koma upp þar vörnum, og þeir munu leyfa Írökum sjálfum að stjórna því hverjir kaupa olíuna. Þegar það skeður þá mun hatur og uppreisn gegn Bandaríkjunum frá miðausturlöndum minnka til baka.
Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal múslima en í augnablikinu hafa þeir sem eru á móti Bandaríkjunum.
En ekki misskilja mig, ég vill ekki að framtíð Íraks verði ömurleg bara til þess að ég hafi rétt fyrir mér, því að sú framtíð Íraks sem ég vill er allt önnur en sú sem ég álít að hún verði.
Hver veit, kannski verður Írak stórkostlegt lýðræðisríki og hornsteinn lýðræðis í Miðausturlöndum, en það mun ekki breyta því að innrásin var kolólögleg (
http://www.deiglan.com/6320.html)og að hinar “viljugu þjóðir” sýndu mjög slæmt fordæmi.
Hatur í Miðausturlöndum í garð Bandaríkjanna mun ekki minnka þótt að Bandaríkjamenn leyfi Írökum hverjum þeir selji olíuna, það er líklegra að þetta verði sama sagan og með Sádi Arabíu.
Og hvort að sagan muni dæma þetta stríð réttlátt veit ég ekki, en það veit ég þó að sagan er skrifuð af sigurvegurunum en hverjir þeir verða veit ég ekki heldur.