Sælir.
Eins og ég sagði í svarinu mínu, sem þér tjáðuð ykkur eigi um,
er ekkert sem bendir til þess að Íranir séu að reyna að koma
sér upp kjarnorkuvopnum.
En ég vil spyrja yður spurningar. Er Írönum meinað, skv. lög-
um, að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri? Sjálfum væri mér
sama ef Persarnir smíðuðu slík vopn, og er það aðallega vegna
þess að öll þau ríki sem talað hafa gegn kjarnorkuvopnum, þ.á.m.
Bandaríkin, Frakkland, Bretland og Ísland, samþykktu ekki álykt-
un gegn þessum vopnum. Hvílík hræsni. Svo má ekki gleyma að
Íran og Ísrael eru fornir fjendur, og hví ættu Íranir ekki að vilja
koma sér upp jafn kraftmiklum vopnum og óvinirnir? Tala nú
ekki um hótanir Bandaríkjamanna.
Eins og ég sagði í hinu svarinu mínu, þá ríkir mikil spenna á milli
harðlínumanna og frjálslyndari afla í Íran. Þessi utanaðkomandi
þrýstingur síðustu mánuði, hefur bersýnilega þjappað þjóðinni
saman, gegn Bandaríkjamönnum. Gott dæmi um þetta eru yfir-
lýsingar sjálfs forseta Írans, Khatami. Er hann hélt sína fyrstu
ræðu sem forseti, hrópuðu margir áheyrendur „Death to America!“
eða e-ð slíkt. Þá svaraði Khatami „I prefer to talk about life than
death“, og brosti. Nú talar hann hins vegar um að Íran yrði að
brennandi helvíti ef einhver myndi handfjatla við landið.
En nú er nóg komið.
Ég kveð í bili.
E.s. Ef þú ætlar að neita því, að lífsgæði Írana séu meiri en íbúa
margra annarra landa í nágrenni þeirra, segðu það þá beint.