Ef mannlegt eðli er svona skítlegt Skuggi, hvernig stendur þá á því að þú hefur svona mikla trú á lýðræði í Írak.
Kannski af því að….
1. Rúmlega 60% af Írökum kusu í dag í frjálsum kosningum þar sem hægt er að velja á milli 100 flokka.
2. Aðeins rúmlega 60 manns féllu í árásunum í dag. Eitthvað sem uppreisnarmenn hafa planað í MARGA MÁNUÐI. Þeir eru greinilega orðnir veikari en þeir voru fyrst.
Framtíð Íraks er björt. Þessi þjóð er að fá alvöru lýðræði sem að verður ekki leppastjórn Bandaríkjamanna. Það er EKKERT sem að bendir til þess að það verði leppastjórn fyrir Bandaríkin þarna, eina sem hægt er að tengja við það er bráðabyrgðastjórnin sem þarf að berjast um atkvæði Íraka eins og allir aðrir flokkar.
Framtíð Íraks er björt þökk sé George W. Bush og félögum hans sem þú hatar svo mikið.
Það ríkti gleði í Írak í dag, það er ekki hægt annað en að tárast við að sjá eins jafn fallegan hlut og þjóð kjósa í fyrsta skipti í hálfa öld.
En annars þá var ég ekki beint að segja að það sé allt í lagi mín vegna að Bandaríkin séu að pynda hvern sem er og hvenær sem þeir vilja, án þess að hafa ástæðu til þess. Það sem ég er aðeins að segja er að ég hef ekki nógu miklar upplýsingar (þá meina ég sannanir en ekki samsæriskenningar) til þess að fordæma það.