Ég persónulega held að það væri löngu búið að gera kjarnorkuárás á BNA ef það væri ekki þessi ótti við að fá það margfalt verra til baka.
Snemma í kalda stríðinu, reiknaði ofurtalva sem vann fyrir Bandaríska herinn út að best væri að gera skyndilega árás á Sovétríkin með kjarnorkuvopnum. Ástæðan var sú að talvan taldi óhjákvæmilegt að ekki kæmi til stríðs og leit svo á að best væri að vera sá sem byrjaði.
Talvan hafði gjörsamlega rangt fyrir sér. Logískt séð, bæði frá hlið BNA manna og Sovéttmanna var lang best að vera sá sem byrjaði. Sá sem byrjaði gæti komið hinum á óvart og mögulega sloppið með meirihluta síns ríkis á lífi. Og þannig unnið.
En það var eitthvað sem hélt bæði ráðamönnum Sovéttríkjanna og BNA frá því að fara eftir þessum vélrænu ráðgjöfum. Það er ekki hægt að líta svo á að hafi verið gagnkvæmur ótti, því miðað við útreikninga tölvunnar þá gerði ótti árás líklegri og því væri best að drífa þetta af vera sá sem byrjaði, sá sigursæli.
En það sem talvan gleymir er það að manneskjur byggja ákvarðanir sínar út frá tilfinningum ekki rökhugsun. Þess vegna réðust hvorki sovétmenn né BNA menn til atlögu, jafnvel þótt að oft liti út fyrir að stríðið væri óhjákvæmilegt.
Það sama gildir um hryðjuverkamenn. Þeir byggja ekki sitt á rökhugsun. Rökhugsun gæfi til kynna að þeir gætu allt eins gefist upp á þessari baráttu, hentugra væri að vinna með BNA í þessum málum en að berjast gegn. Og til hvers að berjast gegn? Bara út á stolt?
Hatur er mannleg tilfinning og maður sem hatar einhvern hugsar ekki rökrétt. Auðvitað hefðu hryðjuverkamennirnir getað hugsað rétt fyrir 11.sept. hey gætu ekki orðið verulegar afleiðingar af þessu? Slæmar fyrir okkur? En þeir gerðu það ekki af því þeir hötuðu BNA. Það var þeim mikilvægara en þeirra eigin líf og jafnvel líf annara araba. Þess vegna hefði það engin áhrif að sprengja upp einhverja arabíska borg sem hefndaraðgerð.
Þá skaparðu bara fleiri hryðjuverkamenn, sem blindaðir af hatri, halda áfram eyðileggingu sem aftur verður að hefna fyrir.