ekki eyða í rakettur og þannig óþarfa, betri not er fyrir aurana
hvernig væri að sleppa því að eyða í þann óþarfa sem kallast flugeldar og nota peningina í hjálparstörf vegna flóðanna í asíu?
Áætlað er að 400 milljónir fari í flugelda á íslandi þessi áramót, hugsið ykkur hvað sá peningur kæmi að miklu betri notum þar. Við erum að brenna peningana í stað þess að láta þá fá þá sem virkilega þurfa núna.
við keyptum minna af flugeldum í ár en venjulega og gefum svo pening til Asíu.
Ef maður er að kaupa flugelda af hjálparsveitunum er mar ekki beint að brenna peninga heldur styrkja hjálpasveitirnar. Það hefði ekki verið sniðugt ef allir íslendingar hefðu sleppt því að kaupa flugelda þessi áramót og gefið peninginn til Asíu því hvað hefðum við þá gert næst þegar það er snjóflóð hérna!!!
Hér í Svíþjóð er þetta aðal málið sem er talað um. Það á ekki að kaupa rakettur heldur bara að nota peningana til að styðja hörmungarnar. Þetta er kanski sérstaklega útaf því að það er mjög líklegt að yfir 1000 svíar fórust þarna!! Á Íslandi er þetta samt annar hlutur því að þar fer peningurinn sem maður kaupir flugelda fyrir hvort sem er til björgunarsveitana sem að styrkja þetta. Ég sé ekkert að því að kaupa mikið af flugeldum ef maður býr á Íslandi. Verst að ég bý í Svíþjóð því mér langar svo í flugelda :( en ég verð að virða fólkið hér sem gæti hafa misst ættingja.
Reyndar er flugeldasala til styrktar hjálparstarfi hér innanlands, t.d. má nefna að hún er aðal fjáröflunarleið björgunarsveita hér á landi. Svo að mér finnst ekki að fólk eigi að sleppa því að kaupa flugelda og með því ekki styrkja björgunarsveitirnar. Hins vegar finnst mér sjálfsagt mál að þeir sem eru aflögufærir styrki líka hjálparstarfið í Asíu, og það er ég sjálf búin að gera. Kannski væri sniðugt að kaupa bara færri flugelda en venjulega og styrkja Rauða krossinn um afganginn.
Flugeldar eru afþreying. Við eyðum pening í afþreyingu á hverjum degi með því að nota internetið, fara í bíó os.fr. Eigum við ekki bara líka að sleppa því og gefa allt til Asíu?
Ef svo ólíklega vildi til að ég sæti fastur uppá fjalli, hjálparlaus og ósjálfbjarga, þá væru það ekki indverjar sem kæmu mér til bjargar, heldur björgunarsveitirnar sem ég er að styrkja með því að kaupa flugelda.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..