Bandaríkjamenn vilja ekki sósíalískt velferðarríki eins og Svíþjóð er . Hver hugsar um sjálfan sig í USA, þú ræður hvort þú vilt heilbrigðistryggingu eða ekki. Ríkisafskipti í Svíþjóð eru allt of mikil, finnst mér. Verðlag er lágt í USA vegna þess að ríkið er ekki með of mikil afskipti t.d. ofurháa skatta og tolla eins og er á Norðurlöndunum.
Mér finnst meira frelsi í USA en hér. Patriot lögin ‘bannar’ manni ekki að gera eitthvað, heldur auðveldar yfirvöldum að finna upplýsingar um fólk sem brýtur lög. Það er bæði góðir og slæmir hlutir í Patriot lögunum, alveg eins og það eru góðir og slæmir hlutir í Íslenskum lögum, t.d. má íslenska lögreglan hlera síma án dómsúrskurðar.
Davíð og Halldór hafa rétt til að taka ákvarðanir án vitundar fólksins í landinu og þeir tóku rétta ákvörðun.
Það eru heimskuleg lög í öllum löndum og þar með talið á Íslandi t.d. er ólöglegt að hafa fánann blaktandi eftir sólsetur, það má ekki skíra barnið sitt erlendum nöfnum nema annað foreldrið sé erlent, það má ekki eiga paintball byssu, það er ólöglegt að hafa verslanir opnar á helgidögum o.s.frv.
Ég sór þennan eið þegar ég var í skóla í Bandaríkjunum og mér fannst ekkert að því, þessi eiður er bara um jafnrétti allra í USA o.s.frv, það er ekkert neikvætt í honum. Ég held Rússar sverja eið líka, þannig að það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem gera þetta, ekki voga þér að líkja þessu við Hitleræskuna.
Eiðurinn:
I Pledge Allegiance to the flag of the United States of America
and to the Republic for which it stands, one Nation under God,
indivisible, with liberty and justice for all.
Þá skal ég líka voga mér að líkja þessum eið rússana, ef hann er til, líka við hitlersæskuna… Þarna eru smákrakkar látnir sverja eið um hollustu við bandaríkin og það sem þau standa fyrir. Rétt eins og krakkar í hitlersæskunni voru látnir sverja eiða um hollustu við foringjan og Þýskaland.
Þetta með Dóra og Davíð… þá ætla ég að sýna þér 86 og 87 grein hegningarlaga 19/1940…
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
0
Svo banna patriot lögin kannski ekki mikið en þau eru mikil skerðing á einkalífi og persónufrelsi fólks sem er engu að síður. Þau auðvelda ríkinu vissulega að hafa uppi á “hryðjuverkamönnum” en það er ekkert í bandaríkjunum sem getur komið í veg fyrir að þessi lög verði notuð gegn hverjum sem er bara ef að eitthvað pínulítið smáatriði gæti bent til þess að viðkomandi væri partur af vondum “frelsishatandi samtökum”. Það er mikil skerðing á frelsi fólks “in the land of the free”.
Svo er hérna önnur grein hegningarlaga sem á þónokkuð vel við glæpamennina Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.
88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.
0
Vá ímyndaðu þér frelsið sem Bob, 15 ára unglingur í blökkumannagehttoi býr við.
Bob hefur alltaf gengið vel í skóla og langar til að fara í framhaldsnám, en NEI hann þarf að borga skólagjöld og mamma hans fékk nýverið krabbamein og þá þurfti pabbi hans að ræna banka til að eiga fyrir heilbrigðisgjöldum. Pabbi hans komst undan og náði að láta son sinn borga gjöldin, en lögreglan náði honum á endanum og hann situr núna inni í 30 ár, stórskuldugur að sjálfsögðu. Líf hans er í rúst.
Bob á sem sagt engan pening, engan pabba og veika mömmu því krabbameinið kom aftur upp (því í einkareknum spítala borgar það sig að skilja smááá af æxlinu eftir til að þetta fólk sem getur borgað gjöldin komi aftur).
Líf bobs er semsagt svona:
a) sjá fyrir mömmu sinni og systkinum í skítavinnu
b) ræna búð/banka til að eiga fyrir skólagjöldum, spítalagjöldum og leigugjaldi fyrir íbúðina sem systkin hans búa í, ef það misheppnast situr hann inni í 30 ár.
sem sagt… mikið frelsi, og vá ímyndaðu þér frelsið sem systkin hans munu búa við ef hann velur b) vá en það frelsi…
Kapítalismi+frelsi er formúla sem gengur ekki upp því í þennan heim fæðast börn, sem hafa ekki gert neitt að sér… nema kannski að fæðast inní ranga fjölskyldu.
0