Ég hef verið að skoða mál fordóma á Íslandi og ég hef tekið eftir því að fordómar á karlmenn eru jafn mikil og á kvenmenn. Málið er það að konur segja að þær þurfi að vera sílikon bombur til að fá athygli karla sem ég ætla nú ekki að þræta fyrir en það sem flestar konur skilja ekki er það að karlmenn þurfa að vera í ræktinni og vera með flotta líkamma til að fá athygli líka. Ég vil líka benda á það að konur sem að hafa kynmök með mörgum mönnum eru oftast kallaðar druslur eða einhvað því um líkt, en aftur á móti karlmaðurinn geggjaður foli fyrir að sofa hjá mörgum konum, en það sem fólk skilur ekki því málefni er það að flestar konur sem ég þekki vilja ekki svoleiðis karlmenn sem eru búnir að vera með mörgum. Ástæðan fyrir þessari grein er sú að ég er orðin leiður á því að konur segja við mig að ég skilji ekki hvernig er að vera fordæmdur að karlmönnum og hvað misréttindi gagnvart konum eru mikil. Mig langar til að bæta einu við í lokin og það er í sambandi við misréttindi karla og kvenna er að ef karlmaður vill vera heima að elda og sjá um heimilið er hann atvinnulaus aumingi en konan húsmóðir.
————–