Þjóðin er öll í herkví, hún er hertekin og það getur enginn palestínumaður farið nokkuð án þess að þurfa að fara í gegnum varðstöðvar ísraelshers. Það er svo undir þeim komið hvort viðkomandi fær að fara áfram eða ekki, og það er undir þeirra hentisemi. Þetta er frelsissvipting og það er ekkert annað en fangelsi. Það er öll palestínska þjóðin í fangelsi, það er bara þannig, álíka ástand á heilli þjóð er hvergi annars staðar í heiminum nema kannski í Tjetseníu, en þar er ástandið samt mun skárra fyrir hinn óbreytta borgara heldur en í Palestínu. Herkví Ísraelsmanna í Palestínu er t.d. örugglega mun meiri frelsissvipting en að sitja inni á Kvíabryggju eða Litla Hrauni, kallarðu það ekki fangelsi?
Þú segir að árásir Ísraelsmanna séu nær alltaf hefniárásir fyrir sjálfsmorðsárásir. Það er svo fjarri sannleikanum að það hálfa væri nóg. Nýlega seildust Ísraelsmenn lengra en þeir hafa gert síðan 1982 þegar þeir myrtu einn af leiðtogum Hamas, ásamt hátt í 10 óbreytta borgara, inní Líbanon. Þeir bera litla sem enga virðingu fyrir þjóðunum í kringum þá og telja sig hafa rétt til að skjóta flugskeytum hingað og þangað í þeirri viðleitni að verja Ísrael, og fara meiraðsegja inní nágrannalöndin til þess. Í sumar skaur herþyrla sprengjum á mótmælagöngu Palestínumanna þar sem þeir voru að mótmæla tilgangslausu niðurrifi Ísraelsmanna á húsum þeirra. Hvernig heldurðu að fólki líði við það að sjá jarðýtur rústa húsum sínum, það er þvílík niðurlæging að það hálfa væri nóg! Það að Palestínumenn séu virkilega með friðarumleitanir og séu tilbúnir til viðræðna er ótrúlegt, engin viðurkennd þjóð í heiminum myndi semja frið eftir það sem Palestínumenn hafa þurft að þola sem er áratugalöng niðurlæging.
Fyrir hverja 10 ísraelsmenn sem deyja af höndum palestínumanna deyja 100 palestínumenn af höndum ísraelsmanna. Hvorir eru grimmari?
Vissirðu að eina ástæðan fyrir friði á milli Sýrlands og Ísraels er sú að á landamærum Ísraels og Sýrlands og inní Sýrlandi eru hundruðir af langdrægum stýriflaugum sem eru endalaust í viðbragðsstöðu og þeim er öllum miðað á Ísrael. Þetta urðu þeir að gera til þess að halda friðinn, að öðru leyti hefðu Ísraelsmenn ráðist inní Sýrland aftur, því að hluti af Sýrlandi er inni í fyrirheitna landi gyðinga.