Illvirkjun býður landsmönnum til styrktartónleika á Grandrokk á sunnudagskvöldið 12. desember klukkan. 21.
Hér er um að ræða fyrstu tónleikana í tónleikaröð Náttúruvaktarinnar “Kveðjum Sinnuleysið”.
Fram koma Trúbadorinn Þórir og Súkkat.
Þórir hefur getið sér gott orð fyrir frábæra plötu sína I believe in this og Súkkat eru löngu orðnir landsþekktir fyrir skemmtilegar lagasmíðar og texta.
Aðgangseyrir er einungis 500 krónur.
Liðsmenn Náttúruvaktarinnar segja kominn tíma til að vakna frá dvala sinnuleysis og fara að hugsa meðvitað og gagnrýnið um þá leið sem Ísland stefnir í umhverfis- og efnahagsmálum. Kominn sé tími til að átta sig á þeim takmörkuðu auðlindum sem verið er að henda út í hafsauga.