Og þetta er Ísland í hnotskurn. ;) Maður gæti kafnað í efnishyggjunni og græðginni sem einkennir samlanda okkar.
Íslendingar eru kaupóðir. :) Einnig virðist háttvirtur Sjálfstæðisflokkur aldrei gera sér grein fyrir því að á eftir þenslu, verður verðbólga! Þess vegna vilja þeir taka (viðurkenndar) heimskulegar ákvarðanir eins og að lækka skatta í góðæri, en þeir gera það auðvitað fyrir vinsældir, alveg hlandsama um það sem *allir* hagfræðingar vita, sem er að það gerir illt verra til lengri tíma.
Þess vegna einmitt leiðist mér það að Össur skuli vera svona gagnrýndur fyrir að skipta um skoðun. Almennt finnst mér Össur vera svoddan vindbelgur (eins og reyndar flestir í Íslenskri pólitík) og aldrei segja orð af viti, en hann gagnrýndi skattalækkun í góðærinu (réttilega), en vill núna hækka skatta, vegna þess að nú förum við að lenda í niðursveiflu. Þetta bendir til þess að maðurinn sé af smá viti, sem er meira en hægt er að segja um menn eins og Davíð Oddsson, sem bara mynda sér stefnu í einhverja ákveðna átt og halda þeirri stefnu, algerlega óháð því hvernig er best að hafa þjóðfélagi okkar á líðandi tímum.
NÚNA er ég hlynntur skattalækkunum, en þó ekki alveg strax. Mér fannst þessi skattalækkun í góðærinu vera fíflaskapur sem þjóðin elskar, en borgar fyrir seinna meir.
Eins og ég segi. :) Skilgreindu Ísland.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is