Já en af hverju þurfum við ríkisfjölmiðil ?
Ekki ertu að bera ríkissjónvarpið saman við heilbrigðiskerfið ?
Ég horfi ekki einusinni á ríkissjónvarpið. Það er ekki neitt á þessari stöð sem að vekur áhuga minn, ég nenni ekki einusinni að hafa hana í minninu á sjónvarpinu.
Samt samkvæmt lögum þarf ég að borga fyrir þennan fjölmiðil ef ég á sjónvarp, þó að ég hafi hana ekki einusinni í minninu og horfi ekkert á hana.
Þú getur ekki einusinni keypt sjónvarp einungis til þess að horfa á video, VERÐUR samt að borga fyrir ríkissjónvarpið.
Svo kemur þetta lið eins og handrukkarar heim til manns og heimtar að fá að sjá inn í íbúðina.
Þegar ég mun flytja að heiman þú mun ég nota löglegan rétt minn til þess að neyta þeim að sjá inn í íbúðina, og segja þeim að ég hafi ekkert sjónvarp. Til þess að sleppa við að borga fyrir þessa stöð sem ég horfi aldrei á.