Ég er sammála mörgu. T.d. voru margir með fáranlega langar tilvitnanir og því fínt að setja takmörk á það. Ég er aftur á móti ósammála reglum um ritskoðun.
Mér fannst á tíma of mikið af óþolandi órökstuddu bulli, en nú er ég beinlínis farin að sakna þess. Það stingur í augun að sjá -svari eytt af stjórnanda- sí og æ. Mín vegna þá má fólk alveg hrópa og kalla mann hálfvita eða fífl yfir einhverri grein. Það sýnir meira um þá heldur en þann sem skrifaði greinina.
Mér finnst það bara vera partur af þessu öllu saman.
Mér finnst líka að maður ætti að mega skrifa andsvarsgreinar. Eða a.m.k. vitna í eldri greinar. En maður ætti ekki að gera það fyrr en hinn greini er horfin. Þegar greinin er ekki lengur á forsíðu áhugamálsins þá er ekki beint hægt að segja að maður sé að deila umræðunni með því að senda inn andsvarsgrein.
Maður er í rauninni bara að vekja hana upp aftur frá öðrum sjónarhóli.
Eða það finnst mér a.m.k.
Það mætti alveg endurskoða sumar reglurnar og leyfa öðrum hugurum að hafa eitthvað um málið að segja. Kannski gætum við haft skoðanakönnun um þessi mál?