Fyrir stuttu síðan skrifaði ég grein um líkamsárás sem ég varð fyrir, fyrir rúmu ári síðan og þá meðferð sem málið hafði fengið hjá lögreglunni. Áhugasamir geta fundið hana hér á Deiglunni undir eldri greinum.
Nú hefur mér borist tilkynning um að málið verði tekið til þingfestingar í Héraðsdómi Reykjavíkur 2. desember næstkomandi. Sýnir það, að mínu mati, að kerfið virkar. Hinsvegar er ég enn á því að kerfið sé allt of hægtvirkt og að hæstvirt Alþingi ætti að gera bragarbót á lögreglustarfi í landinu.
Vildi bara koma þessu á framfæri til að koma með smá mótvægi við bölsýni ýmiskonar sem virðist loða við marga sem skrifa á deigluna. Og ef ranglæti heimsins er að strætóbílstjóri sé ókurteis við þig þá er líf þitt pretty damn sweet!