Eimskipafélagið, óskabarn þjóðarinnar, er með heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu. Þar kjósa þeir að trana fram ensk heiti á fyrirbærum sem hafa alveg ágætis íslensk heiti. “Shipping”, “Logistics” og “International” eru allt ágæt orð, en finna má jafn góð íslensk sem eiga betur við…. á Íslandi.

Ég er engin málnasisti, en finnst tæpt þegar eitt stærsta fyrirtæki landsins vandar sig ekki betur en þetta. Hvað þá stofan sem lagði þetta til.

Kannski eru þetta alþjóðleg heiti. Er Fréttablaðið réttur vettvangur fyrir alþjóðlegar auglýsingar? Æ dont þink só.

Bigg