“FÆRÐU ÞIG HÆGRA MEGINN! DRUS**N ÞÍN!!!” öskra ég á mánudagsmorgni þegar ég er á leiðinni í skólann. En þá er 60+ ára gömul kerling að keyra á 50 km hraða VINSTRA MEGIN þar sem hámarkshraði er 70 km!!!
“Ég er frjáls, FRJÁLS!” fagna ég þegar hún beygir af veginum, og ég fer aftur upp í 130 km hraða enda seinn í skólann. En nei stuttu seinna lendi ég fyrir aftan VÖRUFLUTNINGABÍL! Hvað í hel****** er hann að gera þarna kl 07:50 á mánudagsmorgni ??? Og auðvitað er hann undir hámarkshraða!
Það þarf að taka til í umferðarlögum og helst strax á þessu ári! Þetta gengur bara ekki lengur að maður sé heilar 15 mínútur að keyra frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á morgnana! Ég ætla að senda tölvupóst til alþingismanna og hvetja þá til þess að setja eftirfarandi atriði í lög….
* Aðeins 15-29 ára einstaklingar fá að keyra einkabíla á eigin forsendum.
* 30-35 ára einstaklingar fá að keyra einkabíla undir eftirliti ungmenna.
* 30+ ára fólk fær að ferðast ókeypis með strætó og leigubílum.
* Fella úr gildi að það sé hægt að missa próf fyrir brot á umferðarlögum, einnig fella niður sektir. Annað hvort ertu hæfur til þess að keyra eftir bílpróf eða ekki. Einfalt mál!
* Vöruflutningabílar mega aðeins keyra á milli kl 13-15 á daginn og kl 20-22 á kvöldin.
* Hækka hámarkshraða um 50 km á öllum stöðum!
* Hætta að nota umferðarljós og setja hringtorg á öllum þeim stöðum þar sem umferðarljós eru í gildi í dag.
* Þeir sem að keyra á hámarkshraða eða undir halda sig á hægri akgrein, undantekning aðeins þegar verið er að fara að beygja.
* Hafa lágmarkshraða, u.þ.b. 15 km hraða undir hámarkshraðanum.
Það er bara sorglegt að það megi ekki keyra hratt á þessum klaka! Það eru hraðbrautir í flestum löndum sem við berum okkur saman við! Ég er orðinn rosalega þreyttur á því að koma alltaf of seint í skólann!!! Þetta er virkilega byrjað að eyðileggja framtíð mína í námi og vinnu! Það þarf að gera eitthvað í þessu STRAX!