Ég er mjög svo ósammála fyrri rökunum sem þú minnist á. Ég veit svo sem ekki hvort að það er þín skoðun í raunveruleikanum eða hvort þú varst bara að nefna þetta sem dæmi. Allavega þá skiptir það ekki máli því þú átt náttúrulega rétt á þinni skoðun. Allavega.
Mín rök væru á þann veg að fólk á rétt á “mis miklum” launum því að því meira sem ég legg á mig til þess að læra eitthvað eða því meiri ábyrgð sem ég vil taka því meira finnst mér ég eiga skilið að fá í staðinn. Uppskera eins og ég sái.
Setningarnar “Auðvitað eiga allir skilið sömu laun. Allar manneskjur eru jafnar og enginn er minna verðmæt en önnur.” er hálfpartinn rétt frá mínum bæjardyrum séð. Auðvitað eru allar menneskjur jafnar og engin er æðri en önnur en það réttlætir hinsvegar ekki það að öllum væri steypt í sama mót og fengu sömu laun sama við hvað það fólk vinnur. Það eiga hinsvegar allir sama rétt á launum sem þeir geta lifað af sæmilegu lífi.
Ef einhver leggur það á sig að fara í marga margra ára háskólanám til þess að læra heilaskurðlækningar á hann þá fá það sama og Jón eða Jóna sem höfðu engan metnað til að láta neitt rætast úr sér og eru sátt við hvaða starf sem þau fá sama hvort það er kerru safnari í Bónus eða eitthvað annað. Bara svo við tökum svona extreme dæmi. Hver eru skilaboðin til læknisins, þú lagðir á þig margra ára háskólanám í mjög erfiðu fagi, þú skuldar fleirri milljónir kanski í námslán, þú hefur mikið að segja um það hvort fólk heldur lífi en þú færð ekkert meira en afgreiðsludama í Sautján. Er það bara “þitt vandamál að vilja læra þetta”.
Læknirinn uppsker nákvæmlega ekkert ef það er litið á það þannig. Ég er einmitt í skóla hópnum sem einstaklingur og hef nú þegar lagt að baki 5 ára háskólanám og á meira eftir. Ég fer til dæmis í nám því ég vil læra það sem ég er að læra, ég legg á mig líkt og læknirinn að eiga lítið líf á meðan háskólanum stendur, geta leyft mér minna en jafnaldrar mínir sem kanski eru að vinna og eiga því meiri pening en ég, ég tek á mig háar fjárhæðir í námslán, og vel að geta seinna byrjað að standa á eigin fótum á mínu eigin heimili með minni kærustu eins og heillar jafnaldra mína mjög. Ég geri þetta af fúsum og frjálsum vilja því ég vil geta látið eitthvað af hendi rakna í mínum “starfsgeira” en ég geri líka ráð fyrir því að uppskera allt erfiðið.
Ég á mjög góðan vin, sem er reyndar einn af mínum bestu vinum sem er akkurat hin týpan. Kláraði ekki menntó, hefur ekki áhuga á frekara námi og hefur verið í allskyns vinnum til að mynda handlangari hjá smið osfrv. Hann er hinn frábærasti strákur og einn minn besti vinur og ég hef alls ekkert á móti því að hann vill ekki gera hlutina eins og ég en mér finnst samt ekki réttlátt að ég væri með sömu laun og hann.
Skilaboðin mín eru semsagt þau að það er ekki hægt að réttlæta það að allir verði með sömu laun óháð þvi hvað þeir starfa við eða hvað þeir hafa lagt í það. Við endum þá bara uppi með það að fólk sem hefur áhuga og það sem til þarf til að fara tildæmis í verkfræði, læknisfræði eða bara eitthvað sem krefst einhverrar menntunar fer ekki í nám því það uppsker ekki neitt og þá flytjumst við bara aftur á steinöld þar sem enginn vissi hvernig ætti að smíða hitt og þetta, lækna sjúkdóma osfrv.
En eins og ég segi, ég er ekki að ráðast á þig heldur bara að koma með rök eins og greinarhöfundur bað um. Ég bara svaraði þér til að koma með rök á móti öðrum af rökunum sem þú lagðir fram. :)
Skoðun og ekki skoðun, ég var nú aðallega bara að nefna dæmi um rök sem hægt væri að færa.
En það má samt efast um hvort rök þín séu nógu góð. Til að byrja með gæfu jöfn laun til kynna að því meira sem þú vinnur, því meira færðu borgað. Ef við gerum ráð fyrir að skurðlæknirinn fái borgað sama tímakaup og borgað fyrir nám sitt, má eflaust halda því fram að hann fái meira borgað en Jón í Bónus sem vann miklu minni tíma. Í öðru lagi þá sýnir fólk ekki bara metnað eftir launum heldur líka eftir því að verða mikilvægur hluti af samfélaginu.
Þetta getur að sjálfsögðu skapað stór vandræði. Til þess að samfélagið virki þá þarf fólk að sækjast eftir mikilvægum störfum. Eflaust myndu fleiri sækjast eftir því að vinna við tónlist eða leiklist heldur en eftirspurnin væri og mjög fáir færu út í lögfræði eða læknismenntun. Þá gæti ríkið komið inn og skipað fólk í þessi störf.
Það myndi leiða til vandræða. Metnaður myndi heildina litið dvína.
Það lítur tiltölulega vonlaust út að færa rök fyrir jöfnum launum. En það eru þó rök fyrir því. Fleiri myndu sækjast eftir því að kenna :).
Það myndi draga úr græðgi, auður myndi ekki safnast í hendur fárra, og allir hefðu jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu.
Slíkur draumaheimur væri mögulegur með vélvæðingu. Ef vélar sæu um öll störf og menn fengju bara skammtaðan pening til að nýta. Því miður þá gengur það ekki upp til að rökstyðja sömu laun fyrir mismunandi störf.
Nei ég hallast því miður ekki að jöfnum launum, þau mættu þó kannski vera jafnari, en aldrei gjörsamlega jöfn.
0