Í dag þá var ég að fara á æfingu en þar sem það var ágætis tími í hana þá ákvað ég að líta aðeins við í BT skeifunni. Mér hefur alltaf fundist BT vera snilldar búð en skoðun mín á henni breyttist eftir þetta.
Jæja ég kem þarna inn og sé strax geislaspilara þarna sem mig langar í. Ég næ í hann og fer að afgreiðsluborðinu og borga fyrir vöruna. Það er verið breyta til í Bt þannig útgangurinn er núna á sama stað og inngangur og ég geng þarna ákveðinn í gegnum hliðið en… þá pípir hliðið á mig eins og það á að gera þegar verið er að ræna einhverju. Það skrítna við þetta var að ég var ekki að ræna neinu heldur var ég bara saklaus borgari að kaupa mér geislaspilara.
Ég geng aftur inn og segi að ég hafi bara verið að kaupa mér geislaspilara. Þá er ég beðinn um að ganga aftur í gegnum hliðið og að sjálfsögðu pípir tækið aftur á mig. Þá biður starfsmaðurinn mig um að láta sig fá bakpokann minn sem var fullur af íþróttafötum fyrir æfinguna. Hann sveiflar honum í gegn um hliðið og það pípir. Þá spyr hann mig hvort það séu skólabækur þarna ofan í(sennilega hefur pípt á þær áður), ég segi “nei nei það eru bara íþróttaföt þarna”. Þá rífur hann allt upp úr töskunni og leytar í öllum hólfum og spyr þá aftur “ Ertu allveg viss um að það séu engar bækur þarna?” og ég segi bara “nei nei það eru engar bækur þarna” í smá pirringstón. Þá hendir hann bara öllu ofan í og nær ekki einu sinni að loka töskunni vegna þess að það er allt svo samankrumpað þarna ofan í.
Að lokum segir hann við “Jæja þú er þá bara heppinn í dag”.
Ég veit um marga sem hefðu misst stjórn á sér við að heyra þetta en þar sem ég var að drífa mig á æfingu þá nennti ég ekki að standa í neinu veseni og fór því bara. En var þó ekki í mínu besta skapi og ég mun hugsa mig vel um áður en ég versla aftur í BT með bakpoka á mér!