HALLÓ! Hvernig væri að kynna sér málin áður en þú byrjar að tjá þig um þau?
Bush vill fækka kjarnaoddum, en byggja upp varnarkerfi (Missile Defense Shield). Öðrum ríkjum er einfandlega illa við það vegna þess að þá yrði gagnslaust fyrir þau að reyna að ógna með kjarnavopnum.
Besta vörnin, er engin vörn. Var að horfa á viðtal við snilling, sem ég man því miður ekki hvað heitir, en hann var forstjóri CIA eitt sinn. Hann vildi að Bandaríkjamenn myndu skella öllum kjarnavopnum sínum í geymslu, bjóða heimspressunni og erlendum eftirlitsmönnum að fylgjast með því, auk þess sem erlendir eftirlitsmenn ættu rétt á óvæntum heimsóknum til að kanna hvort Bandaríkin væru í alvörunni óvopnuð.
Auk þess vil ég benda á að Rússarnir blessaðir, þrátt fyrir ástandið hjá þeim, búa enn yfir þrefalt stærra vopnabúri en t.d. Bandaríkjamenn.
Kjarnorkuvopn eru ekki mikið öðruvísi en aðrar sprengjur. Besta sem maður getur gert með kjarnaodd er að sprengja hann í low-orbit yfir t.d. Bandaríkjunum og valda þar með rafsegulsviðstruflunum sem eyðileggja rafeindabúnað, tölvur, gangráða allann andskotann. Heilu orkuverin myndu detta út etc.
Bandaríkjamenn vita að þeir eru algjörlega berskjaldaðir fyrir slíkum árásum og er meirað segja hægt að byggja búnað til að valda slíkum truflunum úr hefðbundnum hlutum, úr Radio Shack etc.
Kjarorkuvopn eru svo '84.
Kveðja,
Hreinn