Flestir hafa dowload-að einhverju efni sem fellur undir höfunarrétt. Það gerir það ekki löglegt. Þetta er þjófnaður og að halda öðru fram er bara barnaskapur. Að vera með barnalegan áróður eins og gerð bannera þar sem grín er gert að aðgerðum lögreglunnar og því gert í skóna að dópsalar og aðrir lögbrjótar séu bara “having a goodtime” vegna anna lögreglunnar. Hvort þetta stafar af því að fólk er biturt eða hreinni fávisku veit ég ekki. Samkvæmt umræðunni verður allt löglegt um leið og nægilega margir brjóta lögin. Er löglegt að keyra of hratt ef nægilega margir gera það? NEI! Sama á við um þetta.
Auðvitað hefur ólöglegt niðural tónlistar og kvikmynda haft áhrif á sölu þess efnis. Annað er ekki mögulegt. Staðreynin er sú að jafnt hé lendis sem erlendis hefur sala geisladiska minnkað, aðsókn að bíóhúsum minnkað og greiðslur til þeirra sem eiga fullan rétt á launum fyrir verk sýn minnkað.
Auðvitað er það í hæsta máta óeðliegt að geta bara farið á netið og náð í kvikmyndir, tónlist og forrit án nokkurs endurgjalds! Hvernig er hægt að halda öðru fram? Það er ekkert frítt í þessum heimi og það er ekki að fara að breytast. Allt okkar samfélg byggist uppá því að fólk vinnur og fær greitt fyrir, þetta er akkúrat það. Annað grefur smá saman undan tilvist þessa efnis því enginn vinnur frítt. Svo, “wake up and smell the coffie” og hættum þessu bulli!
Að lokum vil ég afþakka öll svör við þessari grein sem ekki eru vel rökstudd.
Magnus Haflidason