“Franskur dómstóll dæmdi í dag karlmann í 27 ára fangelsi fyrir að misnota börn sín þrjú kynferðislega. Börnin, sem nú eru fullvaxta, höfðu sakað hann um „nauðgun, tilraun til nauðgunar, kynferðislegt áreiti, barsmíðar og villimennsku”.
Maðurinn játaði sakargiftir fyrir rétti fyrr í vikunni og sagði dómnum frá því að hann hefði sjálfur sætt kynferðislegri misnotkun og barsmíðum af hálfu föður síns sem var hermaður og áfengissjúklingur.
Kona mannsins var einnig dæmd og hlaut hún tíu ára fangelsi fyrir aðild að misbeitingu eiginmannsins á börnunum. "
-tekið af mbl.is-

Heimfært á íslenskar aðstæður þá myndi þetta vera 6 mánuðir skilorðsbundinir, þ.e. ef að málið teldist ekki fyrnt.