“ég þekki hauga af fólki sem reykjir og hefur reykt í langan tíma , en vill það ekki.En krakkarnir fá ekkert alltaf hjálp við að hætta þessu.”
Ef eitthvað er þá er nú auðveldara fyrir unglinga að leita eftir aðstoðar í þeim málunum en fullorðna. Í skólunum eru námsráðgjafar sem geta leiðbeint börnunum áfram. Í gangi eru forvarnar verkefni sem benda unglingum á hin og þessi símanúmer, ráðgjöf eða þjónust sem býðst þeim sem vilja hætta reykja. Það þýðir lítið að sitja bara á rassinum og tala um hvað manni langaði nú að hætta, orð hreyfa við litlu öðru en lofti. Fólk þarf að gera eitthvað í málunum ef það vill hætta.
“þau eru algjörlega talinn vandræðaunglingar sem höfðu ekki vit á að nota smokkinn!”
Ég held að maður sé nú bara ekki orðinn nógu þroskaður til að stunda kynlíf ef maður hefur ekki vit á að nota smokkin eða aðrar getnaðarvarnir. Þá er ég auðvita að tala um siðmenntað og upplýst fólk á Íslandi en ekki í Afríku eða annarstaðar.
“þetta er bara rugl því enginn er fullkominn og það gæti verið að smokkurinn var gallaður! það væri fínt að fólk myndi kannski reyna að hugsa að þetta eru bara unglingar!”
Ég mundi álíkta að á flestum stöðum sé nú borin full virðing fyrir þeim ef smokkurinn hafi verið gallaður. Væri gaman að fá að heyra frá þér hvaðan þú færð að heyra að ef smokkurinn var gallaður að unglingar séu taldir vandræða unglingar.
Orðið vandræði þýðir*:
erfiðleikar, torveldi, klípa, kröggur, erfið aðstaða
Orðið vandræðagripur þýðir*:
gripur (maður, skepna eða hlutur) sem veldur vandræðum
Ég mundi þá álíkta að orðin vandræðagripur og vandræða unglingur væru mjög svipaður munur bara hvort átt er við mann eða ungling.
Vissulega skapar það til vandræða þegar stelpur eiga í ótímabærum þungunum og leiðir afþví fóstureyðing eða jafnvel barn sem bera þarf ábyrgð á. Svo upp að vissu marki er nú í lagi að telja svona lagað vandræða ungling.
* Heimildir úr Íslenskri Orðabók.