Nú er íslenskt landslið að spila á erlendri grund, vafalaust styrkt af almannafé með öðru. Við Íslendingar höfum samt enga leið til að fylgjast með leiknum þrátt fyrir alla þá tækni sem fyrir er. Er það eðlilegt að einkaréttur á þessum viðburðum sé í höndum miðlungs sjónvarpsstöðvar og sé ekki einu sinni í opinni dagskrá. Gerist í einhverju öðru landi en þessu bananalýðveldi sem við erum að verða að leikir sem þessir séu ekki einu sinni á dagskrá og þá er mér alveg sama um allar gervihnattaafsakanir.

ÞETTA Á AÐ VERA Í RUV OG OPIÐ ÖLLUM LÍKA ÞEIM SEM HAFA EKKI AÐGANG AÐ SÝN.

HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Ég mun upp frá þessu aldrei styðja landsliðið fjárhagslega og vildi óska þess að allur opinber stuðningur yrði dreginn til baka.