Þú ert ekki að ná því sem ég er að segja :) Það sem ég er að segja er að kanski eru þeir bara að breytja hjá sér viðskiptamódelinu þannig að þeir fari að vera með auglýsingar á ákveðninum tímum innan þátta, breyting frá því sem áður var. Síðan kostar líka áskrift af stöðinni og er það bara ósköp eðlilegt.
Þetta form af sjónvarpsrekstri þekkist víða um heim, t.d. er mjög algengt í Bandaríkjunum. Þá borgaru áskriftargjald sem í rauninni er notað til þess að dekka tengikostnaði, rekstur dreifikerfa og ýmislegt fleirra. Auglýsingar eru síðan milli þátta (mis oft eftir því hvaða tegund af þætti er í gangi) og svo eru auglýsingar á milli þátta. Þar erum við farin að tala um tekjurnar sem reka stöðina.
Það sem er hinsvegar öðruvísi hér er það að þú ert bara að fá eina stöð fyrir nokkra þúsundkalla í staðinn fyrir að fá kanski 60 eða 70.
Íslendingar eru bara svo góðu vanir að þegar eitthað breytist þá ærast allir. Þú sérð með SkjáEinn, fyrst voru allir mjög ánægðir með SkjáEinn að fá ókeypis sjónvarp, síðan fór fólk að finnast auglýsingarnar pirrandi…of mikið…HALLÓ…..þeir eru ókeypis.
En allavega þú hlýtur að sjá það að SkjárEinn eða Íslenska Sjónvarpsfélagið hefur nú ekki verið fyrirtæki sem hefur verið í blússandi hagnaði frá því það opnaði, þess þó heldur Stöð 2. Þannig að það að reka stöð sem er eins og SkjárEinn er kanski bara því miður ekki mögulegt á jafn fámennu landi og Ísland er, sem er rótin að hugsanlega sömu ástæðu og Stöð 2 er að nota til að breyta tekjuöflunarforsendum hjá sér.