Í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ rakst ég á skrítið fyrirbæri: stóla sem falla saman til að auðveldara sé að geyma þá þegar þeir eru ekki í notkun. Þetta er í sjálfu sér ekki mjög athyglisvert en það sem gerir þessa stól svona skrítna er það að þegar þú grípur í enda setunar til að lyfta henni upp og leggja stólinn saman þá er það ekki hægt.

Hvað á það að þýða að maður þurfi að ýta setunni niður á við til að leggja stólinn saman þetta hef ég bara aldrei séð áður. Ég minntist á þetta við aðra viðstadda og sagði að það væri eins konar óskrifuð regla að setur á samfallandi stólum eigi að lyftast upp á við og að bakinu.

Nú hef ég ákveðið að skrá þessa reglu og vonast eftir að hún verði viðurkennd um heim allan:


Reglugerðir um stóla. Eftir Magnús Ben.

1. Regla
Við hönnun samfallandi stóla er hér með ósiðlegt og rangt að láta samfallandi tæknibúnaðinn verka á þann veg að setan beygist niður á við utan frá og að fótunum en aftur á móti siðmennska, hugprýði og mest af öllu rétt að láta setuna lyftast upp á við utan frá að baki stólsins.

2. Regla
Þrífættir stólar, hönnuðir og framleiendur þeirra má á engan hátt bera virðingu fyrir.


Magnús Ben.