Fyrst vil ég segja að þetta passar örugglega ekkert voðalega vel inná þetta áhugamál en þetta er örugglega áhugamálið sem kemst næst því að sleppa inn þessari grein.
Það er þannig að ég hef komist að því að flestar manneskjur eru annaðhvort ein gerð af manneskju eða önnur gerð af manneskju. Ég ætla að lýsa þessum tveimur persónuleikum hérna.
Margar manneskjur (flestar) þar á meðal ég, eru nokkuð opnar manneskjur. Hleypa öðrum inn í lífið sitt og hugsa mikið um aðra. Oft er egóið þeirra nokkuð mikið og þeim lýður vel um sjálfan sig. Oft eru þessar manneskjur fúsar til þess að gera hluti og stunda gjarnan íþróttir.
Gott dæmi er þegar að eitthvað er sagt sem að pirrar þessa manneskju þá verður hún reið, skellit öllum hurðum og fær sýna útrás á staðnum.
Hin manneskjan er oft þannig að þau hleypa helst ekki öðrum í lífið sitt en hlutir eiga til að festast inní þessum manneskjum. Þar á ég við að þegar að einhver pirrar þessar manneskjur að þá verða þau ekki reið á staðnum. Öll þessi reiði festist inní manneskjunni og þegar að mælirinn er fullur að þá gjörsamlega springur þessi manneskja og fær ótrúlegt kast. Egó þessar manneskju er oft alveg niður í núllinu og þau halda alltaf að það sé eitthvað að manni.
Það eru þessar manneskjur sem geta orðið hættulegar og jafnvel glæpamenn. Eina lækningin við þessum persónuleika sem til er, er að stunda íþróttir, því að þar fær maður sýna útrrás og opnar algjörlega sjálfan sig.
Ég þekki svona manneskjur og ég er alltaf að reyna að fá þær til að stunda íþróttir eða bara að reyna að opna sjálfan sig.
Ég er ótrúlega ánægður með að ég sé fyrsta manneskjan því að þá á maður alltaf til að sjá það jákvæða í öllu.
Kv. StingerS