Þessu skal ég svara karlinn minn. Samanburðurinn er nefnilega soldið öðruvísis þegar við skoðum raunveruleikann en ekki einhverjar meðallaunatölur. Dæmið er í raun og sannleika svona:
Þú ert 19 ára, án stúdentsprófs reikna ég með út fra´aldrinum og vinnur sem verkamaður. Þú segist skríða rétt yfir 210 þúsund á mánuði. gott og vel. Hvað finnst þér um þetta hérna:
Ég er grunnskólakennari, ég er 31 árs, með BA próf frá HÍ og árs kennsluréttindanám frá HÍ ofan á það. Ég hef því lögvernduð kennsluréttindi bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Grunnlaunin mín eru 175.000 kr. á mánuði! Með því að taka að mér auka verkefni næ ég að pota þeirri tölu upp í 191.000 kr. á mánuði. Hærra kemst ég ekki.
Hvað finnst þér um þetta?
Jóhannes Þ. Skúlason
grunnskólakenari