Ok byrjum fyrst á kennaraverkfallinu, mér finnst sjálfsagt að þeir fái betri laun, ég meina þeir sjá um börn allan dagin og þegar þeir koma heim þurfa þeir oft að sjá um sín eigin börn, hversu margir foreldrar sjá um börnin sín það lengi á hverjum degi? Kennarar eru að kenna 20-30 börnum í einu, börnum sem sum hata kennarana. En samt ná kennarar að hafa stjórn á krökkunum, hversu margir foreldrar ná að hafa stjórn börnum sínum?
Flestir kennarar þurfa líka að vinna utan vinnutíma síns, við það að fara yfir ritgerðir, heima vinna og fleira.
Fá þeir borgað fyrir það?!?
Við eigum nægan pening í embættismenn á Alþingi og eftirlaunafrumvarp handa þeim, en við eigum ekki nægan pening fyrir fólkið sem byggir þetta samfélag upp! Til þess að lifa í siðmenntuðu samfélagi þurfum við að hafa menntun! og til þess að hafa menntun þurfum við kennara, ég vil fólk með almennilega menntun á atvinnumarkaðin, og einnig vil ég að fólk fari að gera þá vinnu sem er í boði, atvinnuleysið er mikið, en nýbúar eru líka miklir, ekki það að ég hafi eitthvað á móti þeim, þeir eru hið fínasta fólk, en við eigum ekki þurfa á þeim að halda, fólk á að gera vinnuna sem því býðst, öll vinna er mannsæmandi!
Asnalegt að lifa í samfélagi þar sem fólk er atvinnulaust og fær bætur, bætur sem hin vinnandi stétt þarf að fæða ofaní þau!
Snoother