flashback
þetta finnst mér magnað, er að reyna að rifja upp grunnskólaárin og held að ég geti tekið undir með greinarhöfundi að kennari geri þetta allt saman og meira til en það fyndna við þetta var að stemmingin var nákvæmlega sú sama og endurspeglast í mörgum svörunum hérna, þetta er bara vinnan hans/hennar, kennarar gera ekki neitt osrfv. vanþakklætið var algjört og eftir á finnst mér mjög miður að hafa aldrei farið til kennaranna sem kenndu mér, gefið þeim klapp á bakið og þakkað þeim fyrir að hafa ekki gefist upp á mér þegar ég var óþolandi krakkaskratti og en verri unglingur. Í sumar afrekaði ég í fyrsta sinn að vinna með fólk í staðinn fyrir dauða hluti, ég var að vinna með einn eða tvo einstaklinga í einu og get vottað að þetta hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert oft ánægjulegt en oft andleg þrekraun. og ég var að vinna með einn eða tvo og maður hugsar til kennarana sem eru með fullann bekk af börnum sem fá enga athygli heima hjá sér oftar en ekki forspilltum og taka allt sem gert fyrir þau sem sjálfsagðan hlut og átta sig ekki á að kennaranir eru að gefa flís af sálinni á hverjum degi sem hann stendur í þessu stríði að ala upp börn annara og laun heimsins eru vanþakklæti.