Áfengi…….
ég drekk…ég er búinn að drekka síðan ég var ca 14, veit að það er snemma og alls ekki til fyrirmyndar, en þannig er það bara.
Hinsvegar í dag er ég 25 og drekk ég mun minna en ég gerði og það er bara gott stöff.
Ég er samþykkur samt sem áður að það ætti að vera hægtað kaupa áfengi í matvöruverslun eða hvar sem maður er að versla, aldustakmark náttla og að það komi skýrt og greinilega fram að áfengi ER ……FÍKNIEFNI*….Það er soldið fucked að ég megi stýra ökutæki, ég má gifta mig, ég má hrúga niður börnum, ég má fá bankalán, kreditkort, nánast ótakmarkaðann yfirdrátt, kaupa mér hús/íbúð, kjósa, og svo framvegis og svo framvegis allt rétt um eða við 18 ára aldurinn….. en má ég kaupa mér freyðivínsflösku til að skála við, segjum bara, konuna sem ég væri að giftast? Neibbs ekki séns, verður að vera 20 ára.
Hvaða aukaþroski næst á þessum 2 árum sem skiptir svona líka gríðarlega miklu máli greinilega? Ég man ekki eftir mikilli breytingu á þessum tíma(en ég reyndar komst nánast alltaf í gegnum ríkið eftir 17 ára.
* Annað!! Hið sívinsæla umræðuefni Cannabis, með öllu KJAFTÆÐINU sem fólk lætur út úr sér, er mörgum hugurum hugleikið, hvort sem þeir eru með eða á móti eða hreinlega vita nokkurn skapaðann hlut um cannabis sem ég hef OFT rekið mig á, mig langaði aðallega að spurja að tvennu:
þið, gott fólk sem eruð á MÓTI lögleiðingu Cannabis…eruð þið fylgjandi lækkun aldurs til áfengiskaupa??? Hef séð nokkra viðra álíka gáfulegar skoðanir sem leiðir mig að hinni spurningunni: Finnst ykkur það að vera á móti lögleiðingu Cannabis, en fylgjandi lækkun aldurs til áfengiskaupa, EKKI vera HRÆSNI???
Nú koma alveg bókað sömu svörin og venjulega, og ég bara á ekki eftir að nenna að svara sömu heimskulegu, spurningunum og staðhæfingunum í 5 skrilljónasta skipti, þannig að ég bendi á “Cannabis er skaðlaust” korkinn og www.cannabis.com, þar er langur LANGUR listi sem rekur upp BÆÐI kosti og galla cannabis undir nafni nu……Cannabis FAQ, hvet með og á móti fólk til að lesa þetta, “með” fólkið til þess að fræðast meira um Cannabis Sativa eða HAMP!!! og gríðarlegt notagildi hampsins sem nytjaplöntu.
“Á móti fólkið” vegna þess að til þess að geta barist gegn einhverju eða verið á móti með góðri samvisku, þarf að þekkja óvininn: í þessu tilviki er það Planta, og ekki bara planta sem er hægt að reykja og komast í vímu af, heldur: Úr einum hektara af cannabis er hægt að vinna, á mjög ódýrann hátt, 4 sinnum meiri pappír en úr einum hektara af trjám……hvað haldið þið að það sé mörg tré??Klæða sig í: fyrstu Levi´s buxurnar voru úr hamp/bómullarblöndu, og allir sem hafa gengið í Levi´s vita að þær “eiga” að vera rosa sterkar(eru það ekki lengur, því að???? það er enginn hampur í þeim.). og fullt FULLT í viðbót!!
Lesið þið Cannabis FAQ, ég mana ykkur:)

peace……….;)
“You might move in herds, I hunt alone”!