Og hvar fær hann þessar tölur? Ég hélt að það hefðu samtals komið 30.000 manns á hátíðina, þar af hefðu 10.000 af þeim starfað við hátíðina eða komið fram þar en hinir 20.000 hefðu í rauninni bara verið 10.000 vegna þess að flestir þeirra hafi komið báða dagana. Af öllum sem ég þekki fór ein fjölskylda á hátíðina og fór báða dagana. Ég þekki líka eina konu sem fór af því hún var að skemmta en hún stoppaði ekkert eftir að atriðið hennar var búið. Af öllum sem ég þekki var bara þessi eina fjölskylda sem hafði áhuga á þessari hátíð en þau eru líka trúuð og eru í Veginum. Ef Þjóðkirkjumenn hefðu ekki samið frið við frjálsu söfnuðina á síðustu stundu hefðu þeir haldið sína eigin hátíð og líklega þá enginn komið á hátíðina þeirra nema biskupinn og skemmtikraftarnir.