Spá í þessu.
Stolnu inngöngubeiðnirnar eru að langmestu leyti frá stuðningsmönnum Kristófers en Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem studdi framboð Sigursteins, kvaðst engar skýringar hafa á þjófnaðinum. “Hvítt umslag með þessum gögnum var tekið af skrifstofu ritara án þess að brotist væri inn,” sagði Sveinn.
Hann gagnrýnir Kristófer Þorleifsson harkalega og segir hann hafa “smalað skjólstæðingum sínum af Kleppi” á fundinn 31. mars. “Það er ámælisvert að þessi maður noti sársjúkt fólk með þessum hætti enda hefur landlæknir verið upplýstur um málið,” sagði Sveinn, og staðhæfði að samanburður á horfnu inngöngubeiðnunum og sjúklingaskrá Kristófers hefði leitt í ljós að flestir nýju félaganna væru jafnframt sjúklingar hans.
Hver hjálpar þessu fólki? þurfum við ekki að stofan níja geðhjálp til að aðstoða þá sem að vilja ráða þar? Þetta fólk er ekki hæft til að fara með hagsmuna mál þessa veika hóps í þjóðfelaginu.