Ekki slæm hugmynd, svona hreint praktískt séð. Að vísu skiptir það kannski litlu máli með eitt ár til eða frá, allavega í mínu tilviki þá hætti ég að læra dönsku í miðjum öðrum bekk í menntó, en hélt áfram að læra ensku alveg fram í fjórða bekk. Þannig að í rauninni hef ég fengið meiri menntun í ensku hvorteðer.
Síðan er það miklu praktískara að læra ensku, ég held að flestir noti það tungumál mun meira heldur en dönskuna. Ég að vísu bý í Svíþjóð núna, og danskan hefur ábyggilega hjálpað eitthvað til við að læra sænsku, þó ég geri mér ekki grein fyrir hvursu mikið.
Eitt sem er fáránlegt er að þó ég hafi lært dönsku í 6 1/2 ár þá get ég varla talað stakt orð í henni í dag. Málið er að það er alveg vonlaust að læra svona tungumál frá grunni bara uppúr bókum án þess að nota það neitt að ráði. Besta leiðin til að læra tungumál er að flytja til landsins þar sem það er talað, og nota tungumálið til að tjá sig við innfædda… þannig að ef á annað borð á að kenna dönsku, þá á einfaldlega að senda öll 11 ára börn til Danmerkur í 2 ár svo að þau læri nú örugglega eitthvað ;=).