Ef kona er með manni og er hamingjusöm, hann er góður við hana og henni líkar vel við hann en segist ekki elska hann nægilega mikið til að vera með honum… er það hægt?! Eru einhver rök í þessu?
Segjum svo að það sé önnur kona sem er með manni en hún er ekki hamingjusöm, hann er vondur við hana og henni lídur ekki alltaf vel en vil ekki fara frá honum því hún elski hann svo mikið???
Hvað á þetta að þýða? Er þetta eitthvað vandamál sem eingöngu konur upplifa? Vita þær ekkert hvað ást er eða er það kannski bara ég??
Konan mín, sem ég elska meira en allt var að fara frá mér og gaf upp fyrstu málsgrein sem ástæðu. Það var eingin fyrirboð svo sem rifrildi eða peninga áhyggjur síðustu daga, vikur eða mánuði. Kem heim einn daginn og búmm, ég elska þig ekki nóg til að vera með þér.
Veit einhver (kvk) hvað hún gæti veerið að hugsa með þessu???
Ég er ráðþrotta!