Mizzy87
Ahem. Ég er nú í bæjarvinnunni og er að fá hærri laun en 21 árs systir mín sem vinnur hjá Seðlabankanum, og hærra tímakaup en ég hafði á mínum gamla vinnustað; bakaríi.
Ég sótti um bæjarvinnuna undir eins, þar sem vinkonur mínar höfðu verið þar áður og sóttu um með mér. Þú færð að vinna í a.m.k 10 vikur - ég verð líklegast í 12 vikur; eða 3 mánuði, og er að fá meira fyrir sumarið með því að reita arfa og raka af og til en sjómaðurinn hann kærastinn minn.
Það eru rosalegir fordómar gagnvart þessari vinnu, en staðreyndin er sú að ég hef eignast góðar vinkonur þarna, fæ góð laun, frjálsan vinnutíma (ekkert mál að vera veik, þurfa að fara til læknis, o.s.fr) og fæ að vera úti.
Ég mun hiklaust sækja um aftur þarna á næsta ári.
Eyrún
Ps. Bæjarvinnan er sjaldan síðasti kostur fólks (Þarna vinnur fólk upp undir fertugt) þar sem þeir sem sækja fyrst um, fá fyrst vinnu.
same here, er í bæjarvinnunni og fæ svosem prýðislaun,fæ fast 2 yfirvinnutíma á dag, get verið allt sumarið og já, ekkert mál að fara frá vegna ferða,veikinda ogsfrv. Þegar ég sótti um fyrst þarna fyrir 2 árum hélt ég að þetta væri eitthvað hundleiðinlegt(var þá búinn að vera 3 ár í unglingavinnunni sem var ekkert sérstaklega skemmtilegt..) en þetta reyndist vera hin mesta skemmtun-þá aðallega félagsskapurinn og yfir vetratímanum getur maður varla beðið eftir því að byrja aftur :D
En það er reyndar ekkert mjög létt að fá vinnu hérna..ef maður hefur verið áður og hefur góða umsögn kemst maður pottþétt inn. Þeir sem eru nýjir eða fengu slæma umsögn árið áður eiga á þá hættu(eh þeir sem komast inn) að lenda í svokölluðum “átakshóp” sem í daglegu tali nefnist “aumingjahópurinn” :P en þar er enginn yfirvinna svo launin verða heldur í lægri kantinum þar.
“Það eru rosalegir fordómar gagnvart þessari vinnu”
yup, gamla góða flautið :) og þeir allra hörðustu(fm gaurar) hækka í tónlistinni þegar þeir keyra fram hjá eða gefa vel í :P
<br><br>——————————————-
“When I find out a hotel doesn't have a DSL, it's like What? There's no toilet? Once you get used to high speed you ain’t going back” - Robin Williams
0
Ahh, þú meinar aukafjárveitinguna? Eru ekki mikið af nýjum krökkum þar?
Allavega, mér líkar þessi vinna. Kem aftur næsta sumar; er einmitt veik núna án nokkurs vesen - þarf ekki að redda einhverjum fyrir mig ;)
Eyrún
0
Já ég gleymdi nottlega að margir krakkar sækja um vinnu hjá bænum semer ekki unglingavinnan (þ.e ekki vinnan fyrir þá sem fengu ekki vinnu annarsstaðar) og það er góð vinna, eða jafn góð og aðrar vinnur.
Sorry ég gleymdi bara að það væri hægt að fá fullt starf hjá bænum :}<br><br><font color=“#FF00FF”><b>Ég er bleiki pardusinn</b></font
0
Og já það er mikið af fordómum. Ég sé ekki hvað er svoan slæmt við að fá að vera úti og verða brún, nema þegar það er rigning ;)
En það er líka um klíkuskap hjá bænum, t.d veit ég um strák sem fékk vinnu hjá bænum því pabbi hans er að vinna þar.. =)
Mér finnst orðið of mikið af svona klíkuskap og það er leiðinlegt að sjá fullt af krökkum neitað um vinnu vegna þess að næsti maður þekkti pabba yfirmannsins eða eitthvað álíka og þá enda hinir krakkarnir í 6 vikna vinnu, sem er fín ef hún væri allt sumarið, en 6 vikur common!<br><br><font color=“#FF00FF”><b>Ég er bleiki pardusinn</b></font
0
Miszy87
Já, það er líka klíkuskapur þarna, en þó mun minni - t.d var strák reddað vinnu þarna sem aukafjárveitingu (8 vikur, 8 tímar á dag í stað 10 vikur, 10 tímar á dag) útaf frænda sínum; öðrum var ekki bolað úr fullu starfi..
Sé samt hvað þú meinar! :)
Eyrún
0
“Ahh, þú meinar aukafjárveitinguna? Eru ekki mikið af nýjum krökkum þar?”
Hef ekki séð mikið af þeim þar sem þau mæta kl 8 en ég 7:20 en veit um 3 flokkstjóra í þessum hópum svo þetta hljóta að vera allavega 20 manns(í garðabæ) og sýnist að flestallir séu ‘87 og ’86 í þessum aukahópum..en það voru alveg þónokkrir eldri(84-5) sem komust inn í alvöru hópinn án þess að hafa unnið þarna áður en enginn af þessum yngri. Það hafa miklu fleiri sótt um nú en áður því ég og fleiri komust td inn í alvöru hópinn strax á lágmarksaldrinum sem þarf en svo virðist ekki vera hægt lengur :o
<br><br>——————————————-
“When I find out a hotel doesn't have a DSL, it's like What? There's no toilet? Once you get used to high speed you ain’t going back” - Robin Williams
0