Ókei ég verð bara að fá að segja þetta. Ekki vera með skítköst né neitt svoleiðis þetta er alfarið mín skoðun.
Íslenska réttarkerfið er brandari hvað varðar kynferðisbrot. Maður sem að hafði kynferðislega misnotað stjúpdóttur sína frá því að hún var afar ung (var ekki sagt hversu ung) ég gisk 6-10 alveg þangað til hún var sjálfráða fékk fimm ára dóm. Hann misnotaði hana kynferðislega nær daglega. Auk þess þetta ýtir undir að fleiri geri svona. Í þau fáu skipti sem að svona mál fara fyrir rétt þá fá þessir menn bara nokkra mánuði skilorðsbundna. Þessi maður sem að fékk fimm ára dóminn hefur fengið hæsta dóm á öllu Íslandi fyrir kynferðisbrot.
Hvað með alla hina. Ég hlusta varla á einn fréttatíma án þess að heyra einhvað mál um misnotkun, stundum fleiri en eitt á dag. Og aðeins eitt af hverjum 10-20 svona málum kemst til lögreglu og aðeins eitt af hverjum sirka þrjátíu fer í dóm og sá seki þarf að fara í fangelsi fyrir. Þannig að eitt svona mál kemur u.m.þ.b. í fréttunum á hverjum degi = 365 á ári. Aðeins eitt af hverjum 30-40 svona málum kemst í fréttirnar. Reykniði. 365 sinnum 30 eða 40. Þetta er sjúkt.
Ég varð bara að fá að segja þetta. Fyrirgefið ef einhvað hér fór fyrir brjóstið á einhverjum og ég vona að huganotendur séu nógu og þroskaðir til að vera ekki að koma með neitt skítkast.