Flestir mundu halda því fram ef þeir yrðu spurðir þessari spurningu að Titanica klessti á risaísjaka og sökk. Og hvernig vissu þeir það? Nú það var í bíómyndinni.
Margir gætu þrætt lengi um að Titanic hafi orðið fyrir ísjaka en ekki annað en þá spyr ég: af hverju lenti það fyrir ísjaka?
Ég heyrði einu sinni svona hálfgerða urban legend sögu um að á 19. öld hafi verið að grafa upp gamlan egypskan grafreit. Í grafreitnum fannst eldgömul hendi. Maðurinn sem fann hendina var varaður við af leiðsögumönnum sínum og honum var sagt að á þessari hendi hvíldi bölvun. Hann trúði því ekki og hélt heim til Englands. Á Englandi byrjaði maðurinn að taka eftir að hans eigin hendi byrjaði að visna. Að lokum var hendin orðin svo visin að hún var skorin af. Maðurinn fékk nóg og ákvað að gefa áhugasömum manni um Egyptaland þennan forngrip(Hann varaði við bölvuninni). Maðurinn var hæstánægður en stuttu seinna þegar hann var að æfa skotfimi sýna með vini sýnum þá skaut vinur hans af honum hendina. Hann ákvað þá að selja egyptahendina til annars manns sem trúði ekkert á þessa bölvun. En hann trúði henni þegar hendin á eiginkonu hans byrjaði að visna og deyja. Þá ákvað maðurinn að láta flytja þessa hendi á British museum(Í kringum 1910). Safnvörðurinn á british museum byrjaði að taka eftir að hendin hans byrjaði að visna líka, eftir það var ákveðið að láta senda hendina með fyrsta skipi til Bandaríkjanna, hendin var sett í blýkistu og síðan pakkað vandlega inn svo engan grunaði neitt og síðan var hún sett í nýtt og glæsilegt skip sem var kallað Titanic…