Held að þú hafir verið aðeins of blindaður af því sem fjölmiðlar og BNA menn segja.
Heldur þú virkilega að fólk hafi tekið hermönnunum fagnandi?
Það voru þarna menn sem börðust fyrir landið sitt, og þeir voru kallaðir hryðjuverkamenn. Sérðu ekkert að því?
En hinsvegar þessi hermenn sem réðust inní Írak eru kallaðir hetjur.
Ef þessu yrði öfugt farið og ráðist hefði verið inní Bandaríkin til að koma George Bush nokkrum af stól, þá hefði hver sem hefði barist fyrir land sitt verið kallaður hetja, en innrásarliðið hryðjuverkamenn, óháð því hvernig málin í viðkomandi landi stæðu.
Fólk er óánægt með það að herinn skuli enn vera þarna, og hafi komið þangað til að byrja með. Þess vegna eru þessar óeirðir. Þess vegna er verið að ráðast á erlenda hermenn á þessu svæði.
Ég skil ekki þessa fordóma gagnvart þessari þjóð. Þótt þetta fólk líti öðruvísi út, tali annað tungumál, og lifa í annarri menningu en við, þá er þetta fólk ekki heimskt! Þau hafa jú verið kúguð árum saman, en það gerir þau ekki heimsk, og ég held að þetta fólk sé alveg fullfært um að taka sínar ákvarðanir sjálf, og stjórna sínu landi sjálf. Það er ekki og hefur aldrei verið verk BNA manna að stjórna þessu landi, þótt þeir vilji halda því fram. Þetta er landa Íraka, og því í höndum Íraka að stjórna því.
Segjum sem svo að Hr. Davíð nokkur Oddson tæki nú bara völdin svona einn tveir og þrír, og héldi áfram að kúga láglauna fólk eins og hann hefur óbeint verið að gera núna undanfarin ár. Kemur það BNA við? Eiga BNA menn bara að koma hérna með tugiþúsunda hermenn og valta inná Íslenska grundu og byrja bara að skjóta á allt sem hreyfist?
Það eru svo miklar fullyrðingar og alhæfingar um Arabaþjóðirnar, að mér næstum blöskrar.
Svipað og að segja að bara afþví að einn eða tveir hermenn í Bandaríska hernum njóti þess virkilega að kvelja og drepa Íraka, þá eru þeir allir þannig.
Þessvegna tek ég mér bessaleyfi á því að segja, að það sé BNA sem vill sína sneið af kökunni, og að flestir í innrásarliðinu og þeir hermenn sem eftir eru, trúa ekki neinu öðru en þeim er sagt! Líkt og þú apj, leyfir þér að fullyrða um óeirðarseggina, eða “hryðjuverkamennina” svonefndu gera.
Eitt dæmi með BNA. Ekki trúir þú því virkilega að þeir hafi bara verið að ráðast inn til þess að losna við Saddam og leita að vopnum? Nei. Auðvitað vilja þeir fá bita af kökunni.
Nú er Saddam löngu handsamaður, en ennþá eru hermenn í Írak. Og enn er fólk að svelta, og deyja úr þorsta, því að það fær hvorki vott né þurrt.
Enn eru margmilljónir heimila í rústi, og enn býr fólk á götum úti, og getur ekki einu sinni fundið sér hreint vatn til að drekka! Og nú vilja BNA menn sem ekkert töldu samþykki SÞ skipta, er þeir réðust inn í Írak, að ætlast til þess að nærliggjandi þjóðir auk SÞ taki þátt í uppbyggingu lands, sem þeir áttu þátt í að leggja að velli.
En hvað telur G.W. Bush sig vera, annað en sendiboða guðs?
Þannig að ég tek að ofan fyrir þeim er korkinn skrifaði, og lýsi hérmeð að ég er, og hef alltaf verið á móti þessu stríði, og áróðri BNA. Og hvet Hr. Davíð og Hr. Halldór til að draga til baka þennan svívirðilega stuðning.
Bandaríkjamenn segja að annaðhvort sé maður með þeim, eða á móti.
En ég segi bara að ég muni aldrei deyja fyrir þeirra áróður.