Nýju Íslandsbanka auglýsingarnar hafa vakið gífurlega athygli núna undanfarið vegna þess að hún þykir gefa neikvæða mynd af starfsfólki banka.
Auglýsingin sem ég er að tala um er að sjálfsögðu með Halldóru Geriharðs og þykir mörgum hún nokkuð fyndin.
En það eru þeir sem halda því fram að auglýsingin sé ekki að gefa góð skilaboð og er bara þarna til að ná athygli, betra að fá neikvæða umfjöllun heldur en enga. Eða hvað? Er það betra?
Ég meina allaveganna hefur þeim tekist að ná athygli, því um daginn var ég að hlusta á rás 2 og þar var einhver maður að tala um þetta og margir hringdu inn og sonna. Ég held samt að alltof margar auglýsinga nú til dags er bara hafðar einhvern veginn og bara eikkað fyndið gert eða einhver skandall gerður. Það þarf ekkert að tengjast fyrirtækinu eða vörunni, bara að ná athygli. Stundum góða, stundum ekki.
En ég meina eru ekki allir komnir með leið á einhverjum væmnum leiðilegum auglýsingum, sem allir gleyma strax. Besta leiðin er greinilega að hafa auglýsinguna nógu fáránlega og fyndna……þá tekur fólk allaveganna eftir henni!
kv. vassel