Ég var áðan bara að rölta um bæinn og ákvað að skreppa inní sjoppu og kaupa mér kókflösku enda var ég vel þyrstur.
En nei, kók í dós kostaði 180 krónur útaf 50 krónu hátíðargjaldi.
Hvað á það að þýða að láta hátíðargjald á svona, ég keypti mér ís í annarri sjoppu og þá var ekkert hátíðargjald sem var bætt við verðið þar. Föstudagurinn langi tengist aðeins trú okkar en engu öðru og finnst mér algjörlega óþarfi að leggja svona álagninu á þau fyrirtæki sem eru opin þar sem þau þurfa hvort eð er að borga öllum starfsmönnum sem eru að vinna yfirvinnu.
Það á að breyta stjórnarskránni og það strax. Aðskilja kírkju og ríki og þá fyrst getum við byrjað að kalla okkur siðmenntað samfélag. Þó að margir vilja neita því trúir minnihlutinn í samfélaginu á eitthvað og síðan er þetta nú orðið “alþjóðasamfélag” og hér er fólk sem er Búdda trúar, Islam, hindúa, gyðinga og bara allskonar trúar en ekki bara Lúthers trúar.
Af hverju eiga þeir að þurfa að borga fyrir það að ein trúin sé núna eitthvað að minnast þess að frelsari þeirra hafi verið krossfestur ?
Ingvar - Mangudai