Þetta er smá áskorun á ykkur Hugara sem búa í Reykjavík og eru komnir með kosningarétt. Nýtið hann. Farið á kjörstað og kjósið um framtíð Miðborgar Reykjavíkur. Þið hugsið kannski sem svo að þetta skiptir ekki máli en það gerir það. Hvar verðið þið eftir 15 ár? Það er verið að tala um að færa flugvöllinn þá, ekki á morgun ef kosninginn fer svo. Þetta mun koma til með að skipta máli og ef nægilega góð þáttaka verður í kosningunum þá verður erfitt að líta framhjá vilja borgarbúa.
Kveðja,
Xavie