Já nú er keppni MR og Borgó búin í gettu betur og svo virðist sem að MR haldi ekki titlinum tólfta árið í röð.. Keppnin fór 31:28 fyrir Borgarholltsskóla og mér finnst eiginlega bara gott að þetta sé búið núna loksins, enda var þetta ekkert spennandi lengur þar sem þetta var bara ekki samkeppni.
Bogó átti þetta alveg skilið og af öllum þessum þrem skólum sem að voru eftir hefði ég helst viljað að Borgó myndi vinna.
Lið þeirra var rosalega sterkt og stuðningsliðið það besta sem ég hef séð. Enda voru fagnaðarlætin þvílík þegar keppninni lauk.
MR varð einhvertíman að tapa og ef ekki núna þá bara sem fyrst því að pressan á gettu betur liðinu verður alltaf meiri og meiri með árunum sem að titlinum er haldið. Það er kanski leiðinlegast fyrir félagan í liðinu þetta árið þar sem að þeir útskrifast í vor og þetta var í síðasta sinn sem að þeir kepptu.
En á næsta ári verður nýtt lið með öðru fólki og það er spurning hvort að það sé byrjun á nýrri goðsögn….
En allavena á meðan..
GO BORGÓ!
GO BORGÓ!
GO BORGÓ!
Ég óska Borgarholltsskóla til hamingju og þið hafið hiklaust stuðning allra MR-inga í úrslitum:)


DeSwamp
DeSwamp