Um daginn(fyrir nokkrum mánuðum :D) datt mér svoldið í hug, ef við viljum að fólk hætti að kaupa sér eiturlyf, vændi og annað ólöglegt þá ættum við bara að hætta með peninga, ef peningar væru ekki til þá gæti enginn keypt sér ólöglega þjónustu.

Hljómar heimskulegt, en ekki hætta að lesa strax :)

Ok tökum sem dæmi, einn maður vinnur hjá fyrirtæki niðrí bæ, hann fær útborgað eða hann fær sérstaka punkta inná sérstakt kort sem hann á, síðann fer hann í búðir og kaupir það sem hann þarfnast, eins og fólk gerir með peningum nú til dags, en ef hann myndi núna vilja kaupa sér vændi þá gæti hann það ekki. Hann gæti ekki borgað vændiskonunni, hún myndi þurfa sérstaka tölvu(sem aðeins verslanir hefðu) til þess að flytja “punktana” af kortinu hans yfir á kortið sitt. Einnig væri þetta svona ef maðurinn væri að kaupa sér dóp.Líka gæti samt maðurinn farið og reynt að kaupa sér nokkur efni í apótekinu og búa til úr því dóp, en það væri ekki hægt, innkaupalisti hans myndi skrifast niður á tölvu hjá lögreglunni, og tölvan myndi greina það ef maðurinn væri að kaupa sérstök efni saman til þess að búa til vímuefni.

Með þessu kerfi væri kannski líka hægt að stoppa fólk í því að kaupa sér of mikið áfengi eða of mikið tóbak :) en það væri kannski einum of mikið brot á persónufrelsi einstaklinga :D

Snoothe
Snoother