Þetta er svona viss bylgja sem er búin að springa út, svipað og með frjálst kynlíf fólks. Af því að gamla daga var annað hvort mikil skömm eða hreinlega bara ekki hægt að skilja og þess vegna er fólk byrjað að nota þetta frelsi mikið í dag.
En ég tel aðal ástæðan vera sú að fólk TEKUR EKKI HJÓNABAND JAFN ALVARLEGA! Af því að þau vita innst inni að þau geta alltaf skilið ef það gengur ekki upp, fólk lýtur ekki lengur á þetta sem skuldbindingu til dauða.
Ungt fólk er líka að trúlofa sig allt of fljótt, maður sér fólk sem er varla komið upp úr gelgjunni setja upp hringa rosa ástfangin og halda að það endist alla ævi, og skilja svo nokkrum mánuðum/árum seinna.
Og svo er líka sá hópur sem að lýtur á þetta þannig að það sé bara eðlilegt að giftast nokkrum sinnum á ævinni, og að hjónaband sé bara staðfesting fyrir alvarlegu föstu sambandi en ekki “Eina sanna að eilífðu”.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</