snemma í morgun var saddam náður og fannst hann í neðanjarðarbyrgi sínu í írak, hann er ekki beinnt vel útlítandi eftir það sem á hefur dunið en hvað munu bandaríkja menn gera við hann ? í dag var þessi frétt á mbl.is í dag njótið vel.
L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, sagði á blaðamannafundi í Bagdad rétt í þessu: „Herrar mínir og frúr. Við náðum honum.“ Hann sagði að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hafi náðst klukkan hálf níu í gærkvöldi í bænum Adwar um 15 km frá Tíkrit, heimabæ Saddams í norðurhluta Íraks. Ricardo Sanchez, yfirmaður setuliðsins, greindi frá því blaðamannafundinum að engu skoti hafi verið hleypt af þegar Saddam var handsamaður og enginn meiðst. Hann segir að forsetann fyrrverandi sé samvinnufús og ræðinn. Sýnt var myndband af Saddam eftir handtöku hans. (www.mbl.is)
kk
gosli