Strætó er auðvitað nauðsynlegur er hann mjög óþægilegur ferðamáti. þungt loft, dýr, lengi á leiðinni því að hann þarf stöðugt að vera að stoppa og taka króka og þannig. Það er líka mjög auðvelt að svindla og ég t.d. man ekki eftir því að hafa borgað fullt gjald mjög lengi því það er svo dýrt. Það var umræða um að hafa lest á Íslandi en það vantar nú pláss og þannig..
Ég er með hugmynd af nýjum ferðamáta. Það er eins konar skíðalyfta eða aparóla sem er uppi í lofti og tekur því ekki mikið pláss á jörðinni. það þyrftu að vinna þarna svona fólk sem hefði umsjón eins og í skíðalyftum en ekki næstum eins margt fólk og í strætó þannig að minni peningur færi í að borga laun. Sem þýðir að þetta ætti ekki að vera dýrt, kannski ókeypis eftir að búið væri að borga kostnaðinn sem fer í að byggja þetta. 1-2 sæti bara.
Þetta yrði varla vinsælt hjá gamla fólkinu en strætó er alltaf til staðar.
Þetta verður mjög líklega aldrei samþykkt en samt sniðugt og myndi leysa margan vanda.