Ég gat nú ekki orða bundist þegar ég las í Fréttablaðinu um þessa tvo lögreglumenn sem voru settir af vegna ólöglegrar handtöku.
OK! Þeir missa vinnuna gott og vel, enda eiga þessir menn ekkert skilið að vinna við þetta ef þeir geta ekki farið sjálfir eftir lögum og reglum.
En það sem mér mest blöskraði var þegar fyrrum samstarfsmenn þeirra, lögreglumenn fóru af stað með fjársöfnun handa þeim.
Hvaða skilaboð er verið að senda til þjóðarinnar?
Það er eitt að vera sagt upp ólöglega en að vera rekinn með réttu fyrir afglöp í svona ábyrgðamiklu starfi.
Mér finnst þessi fjársöfnun vera eintómt hneyksli punktur og basta.
Vonandi munu þessir menn skammast sín og neita að taka við þessum peningum, batnandi mönnum er best að lifa.